Gestagangur ;o)

01.02.2007 010Þá er komin nýr mánuður, það er með ólíkindum hvað tíminn flýgur áfram. 

Hér er búið að vera ansi gestkvæmt í dag ;o)  Í morgun mættu Lilja og Helgi í kaffi, sátum við og vorum að reyna að finna út úr kúrs sem við ætlum að prófa að fá metinn. Jón Ottó mætti svo seinna og hjálpaði upp á þýðingu. Spjölluðum svo aðeins um mastersverkefnið hans, en hann er á síðustu metrunum og ætlar að vera komin heim til fjölskyldunar 9. febrúar.  Jón Ottó er að klára vatnalíffræði og byrjar hann að vinna hjá  Orkustofnun þegar hann kemur heim.  Bebba og Sigtryggur kíktu svo aðeins yfir ganginn. Þegar svo fréttist að Guðmundur Hallgrímsson ( Guðmundur bústjóri ) frá Hvanneyri væri á norskri grund hrærði ég í vöfflur að íslenskum sið. Hann fékk sér bíltúr til að berja augum þennann marg umtalaða Landbúnaðarháskóla. Við Lilja fengum okkur svo bíltúr með Guðmundi. Fyrst skoðuðum við Landbúnaðartorfuna og keyrðum svo til strandbæjarins Drøbak, hann er í 12 km. fjarlægð frá Ås. En þar fengum við okkur í svangin í boði Guðmundar ;o)

Fyrir þá sem ekki þekkja til fólksins hér. Lilja Kristín og Helgi Ibsen eru hér í landslagsarkitektanámi. Jón Ottó er eins og áður sagði að klára sitt nám í vatalíffræði, konan hans heitir Jenný en hún er komin heim til íslands ásamt börnum þeirra Hákoni og Hildi Karen, þeirra verður sárt saknað. Bebba (Berglind) og Sigtryggur fluttu hingað ásamt syni sínum Óskari eftir áramót, þau búa við hliðinna á okkur. Þau eru bæði í mastersnámi í búvísindum, í skiptinámi frá Hvanneyri (NOVA). Guðmundur er fyrrverandi bústjóri við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, sumarið 2004 vann ég, ásamt Lilju, undir hans stjórn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Já... sko... þar sem ég hef svo mikla reynslu í að ala upp börn þá finnst mér ég verða að koma með ráð handa þér. Hvernig væri að þú hótaðir að setja upp tossalista hér á blogginu ef að hún stendur sig ekki.  Þannig að þá vill hún kannski ekki að ALLIR sæu hvernig hún er ekki að standa sig... hehehe... æ, ég er svo andstyggileg alltaf  Það er sennilega eins gott að ég hef ekki fengið hlutverk sem uppalandi  Gangi þér vel með þetta... já og passið þið ykkur á dýrunum í skóginum. Mikki refur gæti verið þarna líka

Anna Viðarsdóttir, 3.2.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband