24.1.2007 | 16:47
Fyrsta bloggfærsla
Nú er fjölskyldan komin á gönguskíði og þrammar nú hver sem betur getur um Norska grund. Reyndar búið að vera ansi kalt, farið allt niður í -15°C en það bítur ekkert á hraustum íslendingum. Það er svo ekkert eins gott og að koma í hlýja íbúð og fá sér að sötra á heitu súkkulaði eftir góðan túr. Spurningin er bara hvað gerist þegar að rafmagnsreikningurinn kemur, hvort við verðum eins kokhraust þá. Ég skil þetta ekki alveg með orkuverðið hér en Þórhildur missti það út úr sér að þeir væru svo nískir hér , og má það vel vera. Væri ekki vera að getað keypt orku frá Íslandi, er hún ekki svo ódýr? Ja, að minnsta kosti fá Norðmenn heima á Íslandi hana á nokkuð góðu verði, engan skal undra að þeir vilji færa verksmiðjurnar sínar vestur yfir hafið.
Athugasemdir
Jæja gott hjá þér stelpa. Þú hefur hvort sem er svo lítið að gera þarna út í Norge
Fyrir utan það að okkur sem þykir vænt um þig
langar að fá að fylgjast með þér. Duglegu stelpunni okkar út í frændlandinu okkar Noregi. Þetta getur líka verið góð leið til að hvíla sig ögn frá náminu og koma svo frískur inn aftur eftir smá bloggfærslur. Áfram Oddný...
Anna Viðarsdóttir, 27.1.2007 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning