Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Vorið er komið og bíllinn minn ........

Tekið af veröndinni 3. apríler orðinn norskur.Angry Það er sem sagt búið að skrá hann yfir á norsk númer og það kostaði ekkert lítið og var tveggja daga prosess. Það má eiginlega segja að ég sé að kaupa bílinn aftur, kostaði 46.607 norskar krónur og reiknið þið svo. Þegar ég gerði þetta stóð norska krónan í 18 miðað við íslensku krónuna. Það er fáránlega mikið fyrir gamlan bíl sem maður er búin að eiga í mörg ár og svo sakna ég íslensku skiltanna.Crying

Annars er allt gott að frétta héðan vorið á næsta leiti, í gær fór hitastigið upp í 11 gráður en það er frost á nótunni. Nú er varla meira en 30-40 cm snjólag í garðinum og hlánar skart. Það er ennþá snjór í gönguskíðabrautunum en ef hitastigið verður við það sama, sem það lítur út fyrir, verður snjórinn ekki lengi að hverfa, það er og verður reyndar mjög gott að sjá loks í bera jörð.

Þessa dagana er ég að klára að koma okkur fyrir í húsinu það var allt sett á bið vegna mastersverkefnisins, þannig að nú hverfa kassarnir ein af öðrum og orðið þokkalega í geymslunni og þvottahúsinu.

Ég búin að senda inn nokkrar fyrirspurnir og atvinnuumsóknir, krossa svo fingurna og vona það besta.

Bið að heilsa í bili.

 


Loksins ..........

Stelpugenig á síðum í BudorSíðastliðinn mánudag 16. mars skilaði ég af mér mastersverkefninu Grin þá er bara eftir að verja, en vörnin fer fram á sumardaginn fyrsta þann 23. apríl. Leiðbeinendur mínir í verkefninu voru Kjellaug Eik og Anne Katrine Geelmuyden, prófdómari er Alf Støle. Kynningin/vörnin verður opin öllum, verið velkomin. Wink

Nú er ég komin á fullt í að leita mér af vinnu, hef ekki miklar áhyggjur að ég fái ekki vinnu. Þó svo að það sé einhver niðurgangur sé í einkageirnum þá er ríkið að setja fjármuni í verkefni til að halda sama dampi í fyrirtækjum sem eru háð uppbyggingu.

Þórhildur og Áróra, systurdóttir Begga stefna á að koma og vinna hér í sumar, þannig að ég þarf líka að finna vinnu fyrir þær.

Þórhildur var hér í vikutíma, Smile flaug heim til Íslands á 21 árs afmælisdaginn sinn. Það var æðislegt að fá hana í heimsókn, þó svo að þetta hafi verið alltof stuttur tími. Fyrstu dagana hennar hér var ég á lokasprettinum í verkefninu. Við náðum nú samt að fara einn dag á skíði. Svavar komst ekki með, hann datt á hjólinu á leið í skólann og fékk stýrið í nárann. Er búin að vera hálf aumur síðna þá.

Alda föðursystir mín og Sigurbjörn, maðurinn hennar komu í heimsókn og gistu eina nótt hjá okkur. Áður höfðu þau verið á skíðum í Norefjell og gist í Íslendingahúsinu þar.  Alltaf gaman að fá gesti.

Hér er ennþá hellings snjór þó svo að það hláni skart, ennþá fínt í gönguskíðabrautunum. Við verðum upp í Tynset um páskana, ætlum að nota skíðabrekkurnar við Savalen. Hér á bæ var fjárfest í Telemarkskíðum, fundum notuð skíði og skó í fínu ástandi á netinu. Þannig að nú á að læra telemark-sveifluna, verður spennandi að sjá hvernig það gengur.Blush Fyrir þá sem ekki vita er maður með lausan hælinn á telemarkskíðum og þarf að beygja sig í hnjánum til að beygja, þetta er eiginlega öfug hreyfing miðað við svigskíði. Og miklu erfiðara, finnst mér. Ola finnst það léttara.

Um þar síðustu helgi var svokallað Moraløp. En það er 27 km langt skíðahlaup sem er á milli Koppang og Åker í Rendalen, leið sem farinn var í gamla dag. Systursonur Ola, Vegard tók þátt í hlaupinu og er hann yngsti þáttakandi sem hefur verið með. Fór hann hlaupið á 6 tímum, nokkuð gott hjá strák sem er ekki einu sinni orðinn fimm ára. Cool  Sjá blaðagrein úr Østlendingen undir myndir.      

 

 

 

  

 

 
 
  

 


Lokaspretturinn

Þá eru það síðustu metrarnir, það er að koma endaleg mynd á verkefnið mitt. Er að fara með herlegheitin í prufuprentun í dag. Verkefnið er í A3 standandi og hef ég ekki getað prentað út í A3, þannig að það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Er svo að fara til Ås á morgun að hitta leiðbeinandann minn. Wink

Hér snjóar bara og snjóar, verðum að fara að moka af þakinu yfir innganginn og af útihúsunum(geymslunum), komið 80-90 cm þykkt snjólag. Crying

Svavar hjólar í skólann þó svo að snjói, hann er jú á negldum. Cool Hann var að keppa í handbolta síðasta fimmtudag, kepptu reyndar innbyrðis. Það eru þrjú lið hér í hans aldursflokk og unnu þeir. Hann er með góða þjálfara, það er einn yfirþjálfari og tvær konur sem eru aðstoðarþjálfarar. Auk handboltaæfinganna með sínum flokk, fer Svavar á æfingu hjá strákunum sem eru einu ári eldri og svo á styrktar og þrekæfingar á föstudögum.

Ég uppgötvaði í gær muninn á "gönguskíðum" og gönguskíðum. Woundering Þegar að ég kom hér út keypti ég ódýr gönguskíði á fjölskylduna, mjög ódýr. Skórnir eru reyndar fínir en í gær prófaði ég skíði, sem reyndar eru keppnisskíði, og munurinn var hreint út ótrúlegur.  Þannig að nú er bara eitt að gera, fjárfesta í nýjum gönguskíðum. Frá okkur og út í skíðabrautir eru ekki nema 200 metrar. Algjör lúxus.

Við erum símasambandslaus, er alveg hætt að skilja í þessu. Hvernig er það á Svalbarða ef þetta er svona hér?? Það eru reyndar ekki tré þar. Það vantar vind hér, sitja mörg tonn af snjói í trjánum en það virðist minka radíóbylgjurnar þannig að við getum ekki notað netsímann.

 Næst þegar ég skrifa hér inn verð ég vonandi búin að skila af mér lokaverkefninu


Kæru ættingjar og vinir

Beggi og Helgi séð niður í HlöðuvíkÞann 22. júní næstkomandi hefði hann Beggi okkar orðið fertugur. Í minningu hans höfum ég og hans nánustu ákveðið að ganga Leggjabrjót sunnudaginn 21. júní. Eftir göngutúrinn stefnum við að borða á Hótel Glym í Hvalfirði og fá okkur svo bíltúr í kirkjugarðinn á Akranesi. Það væri frábært að sem flestir gætu verið með, og þó svo að ekki allir treysti sér eða vilji ekki ganga að þeir geti borðað með okkur. Og öfugt, ef einhverjir vilja ganga en komast ekki með borða.

Þetta er um 15-18 km löng ganga, tekur um sex og hálfan tíma að ganga. Hér getið þið skoðað leiðina gengið frá Þingvöllum og svo er hér önnur síða þar sem að finna má GPS punkta fyrir leiðina.

Við höfum ekki áhyggjur ennþá hvernig við komum okkur á staðinn eða heim aftur, en reiknum með að lítið mál verði að fá einhverja til að keyra, það vilja ekki allir ganga.  

Þar sem að við þurfum að gefa upp fjölda þeirra sem ætla að borða, þá væri gott að fá staðfestingu hjá þeim sem stefna á að vera með að borða. Veit að þeir hafa verið með hlaðborð á sunnudögum en veit ekki ennþá hvað það kostar.

Þið getið látið vita hér í gegnum bloggið eða sent tölvupóst á mig oddny67@gmail.com Þar sem að mig vantar einhver netföng hjá ættingjum og vinum, bið ég þá sem sjá þetta að láta vita til sinna. 

Vona að sem flestir sjái sér fært að vera með.   


Kalt, kalt.......

Þegar að við vöknuðum í morgun var -30°C brrr...... það er kalt. Keyrði Svavar að sjálfsögðu í skólann, planið var að hann færi á skauta í íþróttatímanum í dag, vona bara að það verði hlýrra, eða aðeins minna kalt, Shocking þannig að þau komist á skauta.

Það er svo lélegt síma og tölvusamband hér núna. Það snjóaði svo mikið um síðustu helgi og það situr svo mikill snjór í trjánum að það truflar radiobylgjurnar, sem þýðir að hraðinn inn til okkar er svo lítill að við getum ekki notað netsímann og er alveg á mörkunum að við getum notað Skyp. Það lítur ekki út fyrir að það fari að blása í bráð en okkur vantar bara smá vind til að blása burt snjónum úr trjánum.Cool

Þórhildur kemur í viku heimsókn nú í mars. LoL Þá verð ég vonandi búin að skila af mér verkefninu, og ætlum við að vera dugleg að fara á skíði á meðan að hún er hér. Af Þórhildi er það að frétta að hún er í fullu námi, 50% vinnu og tekur kúrsa í kvöldskóla, dugleg stelpan.

Svavar þakkar fyrir kveðjurnar. Wink

Nýjar myndir!!

 

 


Hugmyndir og aftur hugmyndir

Hugmynd að einnni hindrun í HinderløypeNú er það lokaspretturinn í verkefninu. Sit og klóra mér í hausnum yfir hinderløype, á íslensku er það líklega hindurhlaup eða hálfgerð þrautabraut. Ætla að setja það upp í sjóræningjastíl, vona bara að ég finni stílinn......Cool

Annars er bara snjór.. og aftur snjór. En því miður ansi lítill tími til að nýta hann. Svavar ætlar að halda upp á afmælið sitt nú um helgina, en hann verður sko 14 ára þann 10. febrúar,Wizard litla barnið mitt. Hann ætlar að taka fjölskylduna með í keilu og kenna okkur réttu tökin hehe....

Nýjasta líkamsræktin mín er "elgshlaup". Þessi líkamsrækt er stunduð í hádegispásunni sem ég tek mér. Þá tek ég Veidu (svarta elghundinn hans Ola) með mér og við öslum út í skóg, finnum okkur elgspor og svo elti ég bara hundinn. Og það er meira en að segja það að hlaupa í djúpum snjó. En ég er svo hrædd um að mæta elg að við förum aldrei langt. Crying En þetta er alveg svakalega góð hreyfing, mæli með þessu Wink  


Loksins.......

.... komin í samband. Það tók sinn tíma að koma á sambandi, tekur lengri tíma hér en niðri í svörtustu Afríku. Whistling

Ég spurði Ola um daginn hvort að ég gæti ekki bara borgað aukalega til að fá snögga þjónustu, en beit sjálfan mig í tunguna á eftir. "Oddný, við erum ekki á Íslandi" sagði hann. Blush

Við flutum inn á Odins veg 3. janúar þannig að þetta hefur tekið tíma sinn. Erum ekki ennþá komið með sjónvarp, en það er nú allt í lagi á meðan að ég get hlustað á íslenskt útvarp og séð íslenskt sjónvarp á netinu. Ola fór fram á það um daginn að fá eitt herbergi þar sem hann getur hengt upp norska fánann, hlustað á norsk útvarp og séð norskt sjónvarp. Held ég verði að verða við þeirri ósk hehe....Tounge

 

Annars erum við að snjóa í kaf hér flestum til mikillar gleði, nógur skíðasnjór. Svarvar er í essinu sínu hann hefur það að atvinnu hér að moka snjóinn að planinu, það kemur reyndar snjóruðningstæki sem tekur stórann hluta en Svavar sér um rest, með gleði, alla vega ennþá.Wink Sem betur fer hefur hlýnað, þegar að við komum heim frá Íslandi voru -23°C brrr...... og var 4°C í íbúðinni, tók um sólarhring að ná upp hita.

 

Sendi öllum mína bestu nýjársóskir og þakka fyrir kveðjurnar.

 

 


Afmæli og allt...

Maren og Linnea gera sig klára til að syngja LuciaLaugardaginn 13. desember varð Ola fertugur. Wizard  Þann dag ætluðum við að gera okkur ferð norður til Tynset, en Ola er þaðan og á ættingja þar. Þar ætluðum við að kíkja á jólaþorpið á Savalen og fara svo út að borða með Solveig mömmu Ola. En Linnae var ný staðin upp úr ælupest og ákváðum við því að fresta ferðinni fram á sunnudag. En það eru um 3ja tíma ferðalag norður eftir. Á sunnudag var svo lagt í hann og höfðum við ekki keyrt nema í 40 mínútur þegar að Svavar veikist og var ekkert annað að gera en að snúa við.

Þann 13. desember var Lucia-dagen (lesið um hann hér), var því vaknað snemma. Maren og Linnea eru í kór og áttu þær að vera mættar í kirkjuna klukkan hálf átta.  Athöfnin var voða yndisleg, og krúttlegt að sjá þessi syfjuðu grey syngja burt myrkrið.

Eftir Lucia athöfnina fórum við heim og gerðum fínt fyrir Litlu jólin sem kommu fyrr en áætlað var. En þeim var skellt á með stuttum fyrirvara vegna breytar dagskrár. Um kvöldið borðuðum við norskan jólamat, ribbe og julepølse. Það gafst ekki tími fyrir pinnekjøt þar sem að það þarf að útvatna það. Ola bjó til ekta súrkál til að hafa með matnum. Þetta var alveg fínasti matur, en ég er ekki viss um að ég mundi vilja borða hann sem jólamat. Á reyndar eftir að smakka pinnekjøt og lutefisk. Hér getið þið lesið um norskan jólamat. Eftir matinn voru opnaðir nokkrir pakkar. En dætur Ola, þær Maren og Linnea verða ekki með okkur þessi jól og Svavar minn ekki heldur, hann verður á Eskifirði.    

Ola fannst þetta alveg fínasti afmælisdagur, hann er að safna sér fyrir kajak og fékk hann peninga upp í hann frá fjölskyldunni. Þannig að vonandi verðum við bæði komin á flot næsta vor. En ég hef ekki notað minn kajak mikið, vantaði félagskap, en nú rætist úr því. Cool

Það gengur frekar hægt í húsinu en við stefnum á að flytja inn fyrstu helgina á nýju ári. Og nú er ég loks búin að finna út af hverju ég get ekki sett inn myndir. Jú, það er of lítið pláss á blogginu mínu. Nú er ég búin að kaupa meira pláss, þannig að það koma myndir mjög fljótlega. Vonandi seinna í dag.

Hér verðum við um jólin:

Steinsstaðaflöt 25

300 Akranes


Aðventukveðja

Síðustu daga hefur snjóað þó nokkuð og lítur út fyrir að jólasnjórinn sé kominn, það þýðir að hann hverfur ekki aftur fyrr en með vorinu. Það er mjög óvanalegt að hitastigið fari upp fyrir 0 gráðurnar á þessum árstíma.

Ég hef tekið ákvörðun um að fresta skilum á verkefninu, held samt ótrauð áfram að vinna í því á milli þess sem ég sparsla, pússa og mála. 

Það er meira en að segja það að mála þessi norsku hús.  Húsið er allt panelklætt og hefur panellinn aldrei verið málaður, sem þýðir að byrja þarf að lakka með kvistlakki í hvern einasta kvist, svo þarf að sparsla, grunna og mála. Og það er ekkert bara, bara að mála neihei.... maður þarf að mála spýtu fyrir spýtu. Við erum búin að gera stórt op á milli stofu og eldhús og opna frá gangi inn í stofu. Og erum við að klæða veggina í stofunni og ganga frá opunum. Og svo ætlum við að reyna að flytja fyrir jól, alltaf jafn bjartsýn.

Svavar verður á Eskifirði um jól og áramót en ég og Ola verðum hjá mömmu og pabba á Akranesi. Þórhildur verður hjá okkur en hún verður að vinna þó nokkuð um jólin.

Svavar var að koma úr prófi í spænsku og gekk honum vel, að hans sögn ;o)

Og hér kemur nýja heimilisfangið fyrir þig, Steinunn mín og aðra sem vilja vita hvar við eigum heima.

Nýja heimilisfangið ber nafn  úr goðheimum:

Odins vegi 3

2409 Elverum

Noregi

Og Bebba mín, ég skal setja inn myndir af húsinu, hefði verið fínt að komast í blöðin sem þú keyptir hér úti um árið.

 

 

 

 

 

 

 

 


Vangaveltur

Húsið á Odins veg 3 Hér í Elverum gengur allt sin vana gang. Það er búið að vera óvenju hlýt hér, það er óvenjulegt að sjá plús tölur á hitamælum á þessum árstíma. Það er að vísu allt hvít hér núna og mér sýnist á spánni að það fari að kólgna og snjóa.  Smile Veðrið í Elverum

 

Svavari gengur ágætlega í skólanum, aðeins að vandræðast með norskuna en það kemur allt, frábærir kennarar hér og mikill metnaður. Hann er búin að vera í heilsdagsprófum og hefur honum gengið ágætlega. Handboltinn er í fullum gangi og æfir Svavar 3-4 sinnum í viku og svo eru leikir svona ca. aðra hverja helgi. Nú ætlum við að fara að fjárfesta í nagladekkjum undir hjólið hans, hér hættir fólk ekkert að hjóla þótt það komi snjór og klaki. Hér er krækja inn á handboltafélagið í Elverum.  Elverum håndball

 

Og svo hmm........ við erum að fara að flytja eina ferðina enn, en það er nú ekkert nýtt og kemur sjálfsagt engum á óvart, Oddný flökkukerling ;o) Við vorum ótrúlega heppin að finna hús en hér er nánast vonlaust að finna leiguhúsnæði. Og ekki er verra að það er ódýrara að leigja húsið en íbúðina sem ég leigi núna og svo verða tveir um að borga. Við ætlum sem sagt að flytja saman ég og Ola, hann á hús út í skógi sem hann ætlar að leigja, svo er það bara spurning hvernig honum líkar í þéttbýlinu hehe... Það er byggingarfyrirtæki sem á húsið og keypti það til að gera upp, en þeir hafa ekki haft tíma til að klára húsið. Þannig að við klárum verkið og þurfum ekki að borga húsaleigu fyrstu mánuðina, erum búin að fá húsið afhent en flytjum ekki fyrr en eftir áramót.

 

Mér gengur ágætlega með verkefnið, ætla ég til Ás í næstu viku að hitta leiðbeinandann minn en hún er að fara yfir það sem komið er. Og svo eru það mínar vangaveltur. Á ég að fresta verkefnaskilum fram í febrúar og vinna í smá tíma eða .......????  Það kemur ekki í veg fyrir að ég vinni áfram með verkefnið núna. Málið er að það er svakalega dýrt að flytja peninga frá Íslandi og svo á ég inni ónýttan skattaafslátt hjá Norska ríkinu sem rennur út um áramót. Og ég get fengið tímabundna vinnu með fín laun og ekki er verra að sleppa við að borga skatt. Tek ákvörðun næstu daga.

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband