Daglegt brauð

Þórhildur og OddnýEr búin að vera eitthvað löt við pikkið. Nú styttist í að skólinn byrji, fyrsti fyrirlestur eftir jólafrí er á föstudaginn, þetta er nú meiri lúxusinn.

Ég er skráð í 40 ECTS einingar sem svara 20 einingum eins og við þekkjum þær. Þetta er svolítið mikið og eru einhverjir árekstrar, ég er sem sagt skráð í Bymorfologi, Konstruksjonsdesign, Innføring i landskapsarkitekturteori, Landskapsdata I  og Landskapsdata III - datavisualisering/NOVA. Er að vonast til að sleppa við Innføring i landskapsarkitekturteori og fá hann metinn.

Þórhildur er að fara í skíðaferalag með bekknum sínum um næstu helgi, er ekki búin að fá upp úr henni hvert. En allavega á að vera í "hytte" á einhverju skíðasvæði. Þetta er ekki á vegum skólans þannig að móðirinn er pínu stressuð, en stelpan er jú orðin fullorðin.

Það fer ekki fram hjá neinum hér að Svavar á afmæli eftir nokkra daga, nánar tiltekið 10. febrúar. Eins og þær Erla og Jenný ;o) Hann ætla að bjóða stákunum í bekknum en þeir eru 14 talsins. Það verður brjálað fjör hér í 48 fermetrunum þegar að því kemur ;o)

Síðastliðinn sunnudag fórum við upp í brekku með vetrarbúnaðinn okkar, gönguskíði, sleða og snjóbretti. Því miður eru svigskíðin en á Íslandi. En þarna vorum við fjölskyldan ásamt, Bebbu, Tryggva og Óskari og var mikið fjör hjá okkur. Svavari leyst ekki meira en svo á blikuna þegar að sú gamla skellti sér á bretti, "Mamma þú er orðin allt of gömul" kallaði hann á eftir mér.  En  hér situr sú gamla óbrotin.

Um helgina verður hið árlega þorrablót Íslendingafélagsins í Osló. Við erum nokkur hér sem ætlum ekki að láta okkur vanta. Heimasíða félagsins er http://www.islendingafelagid.no

 

 


Minning

Beggi í Svissneskum fjallakofa Í dag eru 8 mánuðir frá því að Beggi okkar dó, og í dag hefði Oddný amma orðið 88 ára ef hún hefði lifað.  Ég var með ömmu og Þórhildi að heimsækja mömmu og pabba í Suður-Afríku þegar að ég kynntist Begga mínum.  Þau eru í huga mínum í dag eins og aðra daga.

 

 


Familigrubbe ;o)

En lækkar hitastigið, í morgun þegar að við fórum á fætur sýndi óopinberi hitamælirinn -17°C.  Eins gott að vera snöggur að hopp í flókainniskóna, annars getur tekið langan tíma að þíða upp tærnar. Hvernig færum við að ef við hefðum ekki ullina?

Við Svavar skelltum okkur í göngutúr á skíðunum eftir skóla í dag, eða skóla hjá Svavari, ég er ekki byrjuð.  Fórum á fína byrjendagöngubraut sem búið var að troða á túninu við fjósið.  Mjög hressandi, Svavar gekk tvo hringi en ég þrjá, vorum í u.þ.b. klukkutíma á labbi. Hitstigið hafði aðeins hækkað var ekki nema -8°C.

Håkon, George og SvavarKlukkan hálf sex var svo "møting" í familiegrubbe hjá Svavari, en það virkar eins og vinahópur.  Í hópnum hans Svavars eru þeir Håkon, George, Gustav og svo Svavar. Håkon og Gustav eru norskir en Georg er frá Nígeríu. Hann hefur búið hér í 2 ár og eru foreldrar hans nemendur hér við UMB. Það vantaði Gustav.  Þeir byrjuðu á að leika sér í Lego (hitti vel í mark Sigrún Lilja) ;o) Svo hjálpuðust þeir að við að útbúa pizzu. Á eftir var svo farið í Sing Star og var það mikið fjör. 

Bless í bili 

 


Fyrsta bloggfærsla

Systkynin á gönguskíðumHalló

Nú er fjölskyldan komin á gönguskíði og þrammar nú hver sem betur getur um Norska grund.  Reyndar búið að vera ansi kalt, farið allt niður í -15°C en það bítur ekkert á hraustum íslendingum.  Það er svo ekkert eins gott og að koma í hlýja íbúð og fá sér að sötra á heitu súkkulaði eftir góðan túr. Spurningin er bara hvað gerist þegar að rafmagnsreikningurinn kemur, hvort við verðum eins kokhraust þá.  Ég skil þetta ekki alveg með orkuverðið hér en  Þórhildur missti það út úr sér að  þeir væru svo nískir hér , og má það vel vera.  Væri ekki vera að getað keypt orku frá Íslandi, er hún ekki svo ódýr?  Ja, að minnsta kosti fá Norðmenn heima á Íslandi hana á nokkuð góðu verði, engan skal undra að þeir vilji færa verksmiðjurnar sínar vestur yfir hafið. 22.01.2007 004


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband